Erlent

Boðað til for­seta­kosninga í Alsír

Atli Ísleifsson skrifar
Abdelaziz Bouteflika hefur setið á forsetastóli frá árinu 1999.
Abdelaziz Bouteflika hefur setið á forsetastóli frá árinu 1999. Getty
Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, boðaði í morgun til forsetakosninga í landinu þann 18. apríl næstkomandi. Frá þessu greinir í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans.

Í yfirlýsingunni segir þó ekkert um hvort að hinn aldraði forseti komi til með að bjóða sig fram til endurkjörs.

Stjórnmálaflokkur hins 81 árs gamla forseta, FLN, greindi hins vegar frá því í október síðastliðinn að Bouteflika myndi bjóða sig fram til að gegna embættinu fimmta kjörtímabilið þegar til kosninga kæmi.

Bouteflika hefur setið á forsetastóli frá árinu 1999, en margir hafa lýst yfir efasemdum um að hann sé við nægilega góða heilsu til að sinna embættinu eftir að hafa fengið heilablóðfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×