Innlent

Dæmdur fyrir ofbeldi gegn barnsmóður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips.
Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Eimskip

Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi og  forstöðumaður markaðsmála á alþjóðasviði Eimskips, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í garð barnsmóður sinnar að viðstöddu barni þeirra í júlí 2016.

Þá þarf hann að greiða henni 400 þúsund krónur í bætur. Dómur var kveðinn upp í desember og birtur á vefsíðu Héraðsdóms Reykjavíkur í dagDV greindi fyrst frá.

Umræddan dag kom barnsmóðirin að heimili Ólafs í fylgd með sambýlismanni sínum og fulltrúa lögreglu sem fylgdist með. Ætluðu þau til útlanda með barn þeirra Ólafs sem hafði krafist upplýsinga um fyrirhugað ferðalag. Fór barnsmóðirinn í óleyfi inn á heimili Ólafs til að ná í barnið.

Var Ólafur sakfelldur fyrir að hafa tekið barnsmóður sína hálstaki, þrengt ítrekað að hálsi hennar og hrint henni þannig að hún féll í gólfið. Braut hann um leið barnaverndarlög þar sem barnið var talið hafa verið vitni að ofbeldinu. Í ljósi tafa sem urðu á rannsókn málsins og að Ólafur hefur ekki áður verið fundinn sekur um ofbeldisbrot þótti rétt að skilorðsbinda dóminn.

Hann var sýknaður af því að hafa rifið í hár hennar og hent henni utan í vegg. Þá var sambýliskona Ólafs sýknuð af því að hafa veist að barnsmóður hans með ofbeldi.

Forsaga málsins er áralöng forræðisbarátta Ólafs Williams við barnsmóður sína. Sagði hann sína hlið í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 árið 2017 þar sem hann sakaði barnsmóður sína um tálmun. Var barnsmóðir Ólafs afar ósátt við viðtalið og kærði fréttastofu Stöðvar 2 til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands.

Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið um brot á siðareglum að ræða. Þó hefði barnsmóðurinni verið sýnd lítilsvirðing því símtölum og tölvupóstum frá henni hefði ekki verið svarað.

Bragi Þór Marinós­son, fram­kvæmda­stjóri alþjóðasvips Eim­skips, seg­ir í samtali við Mbl.is að yf­ir­stjórn fé­lags­ins skoði það í hverju til­felli fyr­ir sig ef starfs­menn fé­lags­ins hljóti dóm fyr­ir brot á hegn­ing­ar­lög­um. Hann vildi ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.