Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld: Segir vopnaflutninga eiga að heyra til undantekninga

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fjallað verður ítarlega um vopnaflutninga Air Atlanta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og er þar meðal annars rætt við Guðlaug Þór Þórsson utanríkisráðherra. 

Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar íslenska flugfélagsins Air Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu.

Samkvæmt íslenskum lögum verða íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda en umsókn félagsins var hafnað í gær.

„Það er augljóst að við þurfum að breyta þessu verklagi að mínu áliti og ég held að það sé skynsamlegt að utanríkisráðuneytið fari alfarið með þetta. Ég tel að við þurfum að gæta að ítrustu kröfum þegar kemur að vopnaflutningum og það eigi að heyra til algjörra undantekninga. Þá eigi fyrst og fremst að líta til öryggissjónarmiða og mannúðarmála,“ segir Guðlaugur Þór meðal annars í viðtalinu. 

Er hann sammála samgönguráðherra um að væri skynsamlegt að utanríkisráðuneytið sjái um þessi mál. 


Tengdar fréttir

Komst við í ræðustól vegna vopnaflutninga Air Atlanta

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×