Erlent

Forseti Interpol segir af sér

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hongwei (t.v.) ásamt Vladimir Putin Rússlandsforseta
Hongwei (t.v.) ásamt Vladimir Putin Rússlandsforseta Vísir/Getty
Meng Hongwei, forseti Interpol, sem nú er í haldi kínverskra stjórnvalda, hefur sagt af sér. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Interpol gaf út á Twitter reikningi sínum í kvöld. BBC greinir frá þessu.

Þar kemur fram að afsögn Hongwei taki tafarlaust gildi og að varaforseti Interpol, hinn suðurkóreski Kim Jong Yang taki tímabundið við sem starfandi forseti. Nýr forseti verður svo kosinn á aðalfundi Interpol í Dubai í næsta mánuði og mun hann starfa út yfirstandandi kjörtímabil, til ársins 2020.

Sjá einnig: Kínverjar staðfesta að hafa forseta Interpol í haldi

Hongwei er eins og áður sagði í haldi kínverskra stjórnvalda. Það var gert opinbert fyrr í dag en ekkert hafði spurst til hans síðan hann hélt frá heimili sínu í Lyon í Frakklandi til Kína þann 25. september. Þá er ekki vitað hvar í Kína Hongwei er haldið eða hvers vegna.

  


Tengdar fréttir

Forseti Interpol sagður í haldi í Kína

Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan.

Kínverjar staðfesta að hafa forseta Interpol í haldi

Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að vera með Meng Hongwei, forseta alþjóðalögreglunnar Interpol í haldi. Hongwei hefur verið talinn týndur og ekkert af honum spurst síðan 25. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×