Erlent

Macron um Trump: „Banda­maður á að vera á­reiðan­legur“

Atli Ísleifsson skrifar
Emmanuel Macron Frakklandsforseti er nú á ferðalagi um Afríku.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti er nú á ferðalagi um Afríku. EPA/BENOIT TESSIER

Emmanuel Macron Frakklandsforseti kveðst harma mjög ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að kalla herlið Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi.

Trump greindi óvænt frá því á miðvikudag að Bandaríkjaher myndi kalla um tvö þúsund hermenn sína heim frá Sýrlandi. Hafa bandamenn Bandaríkjanna lýst yfir áhyggjum af stöðunni og óttast að ákvörðunin kunni að leiða til að hryðjuverkasamtökin ISIS nái vopnum sínum á ný

„Ég harma mjög þá ákvörðun sem tekin var um Sýrland,“ sagði Macron á fréttamannafundi í Afríkuríkinu Tsjad í dag. „Að vera bandamenn felur í sér að berjast hlið við hlið. Það er það mikilvægasta fyrir þjóðhöfðingja og yfirmenn herja. […] Bandamaður á að vera áreiðanlegur.“

Á fréttamannafundinum lagði Macron sérstaka áherslu á mikilvægi kúrdískra hersveita sem hafa náð stórum landsvæðum af liðsmönnum vígasveita ISIS.

Trump rökstuddi ákvörðun sína um að kalla hermenn heim á þann veg að búið væri að sigra ISIS. Baráttan gegn þeim væri eina ástæða veru Bandaríkjahers í Sýrlandi. Jim Mattis tilkynnti um afsögn sína sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna fyrr í vikunni, en hann ku vera ósammála ákvörðun forsetans.


Tengdar fréttir

Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS

Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.