Lífið

Fyrr­verandi fyrirsæta úr ANTM er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Jael Strauss sló í gegn í áttundu þáttaröð America's Next Top Model, veturinn 2007 til 2008, og hafnaði þar í sjötta sæti.
Jael Strauss sló í gegn í áttundu þáttaröð America's Next Top Model, veturinn 2007 til 2008, og hafnaði þar í sjötta sæti. Getty/Mark Mainz/TV

Bandaríska fyrirsætan Jael Strauss, sem tók þátt í áttundu þáttaröð America´s Next Top Model, er látin, 34 ára að aldri. Fyrirsætan sagði frá því í haust að hún hafi greinst með brjóstakrabbamein.

TMZ  segir frá því að Strauss hafi andast í gær. „Þann 2. október fékk ég þá greiningu að ég væri með brjóstakrabbamein, sem hafi dreifst um líkamann og er ólæknandi,“ sagði Strauss í færslu á Facebook fyrir nokkru. Fékk hún þau skilaboð frá læknum að hún hefði einungis nokkra mánuði ólifaða.

Strauss hóf geislameðferð en ákvað að ljúka henni og í lok október var hún flutt á líknardeild.

Hún sló í gegn í áttundu þáttaröð America‘s Next Top Model, veturinn 2007 til 2008, og hafnaði þar í sjötta sæti. Eftir þátttöku sína í þáttunum hafnaði hún í mikilli fíkniefnaneyslu en sneri við blaðinu eftir að hafa verið gestur í þætti Dr. Phil. Þar greindi hún opinberlega frá misnotkun sinni og tókst að segja skilið við fíkniefnin með aðstoð fjölskyldu og vina.

 
 
 
View this post on Instagram
Pink. I’m 34 now. Still pink. #neverland #foreveryoung
A post shared by Jael Strauss (@eureka.secrets) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.