Innlent

Reyndu að kúga fé af Páli

Atli Ísleifsson skrifar
Páll Stefánsson segir að mennirnir hafi ráðist á tölvu hans og farið fram á að hann greiddi þeim í bitcoin til að hann fengi myndir sínar aftur.
Páll Stefánsson segir að mennirnir hafi ráðist á tölvu hans og farið fram á að hann greiddi þeim í bitcoin til að hann fengi myndir sínar aftur. Fréttablaðið/GVA

Óprúttnir aðildar reyndu að kúga fé af Páli Stefánssyni ljósmyndara um tæpa milljón í rafmynt í skiptum fyrir að fá aftur 10 þúsund ljósmyndir sem áttu að birtast í nýrri bók hans, Hjarta Íslands.

Frá þessu segir á vef RÚV  þar sem haft er eftir Páli að ekki hafi komið til greina að láta undan kröfum þrjótanna en að erfitt sé að horfa á eftir ljósmyndunum. 

Páll segir að mennirnir hafi ráðist á tölvu hans og farið fram á að hann greiddi þeim í bitcoin til að hann fengi myndirnar aftur í hendur.

Hann kveðst ekki ætla að kæra málið til lögreglu en að þessi reynsla hafi kennt sér að vista þær myndir sem hann tekur á fleiri en einum stað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.