Lífið

Geimskot séð utan úr geimnum

Sylvía Hall skrifar
Myndbandið þykir líkjast atriði úr bíómynd.
Myndbandið þykir líkjast atriði úr bíómynd. Skjáskot

Geimskot rússnesku geimflaugarinnar MS-10 var tekið upp af geimfaranum Alexander Gerst í svokölluðu „timelapse“ eða hraðmynd. Myndbandið þykir afar stórfenglegt en það var tekið upp þann 16. nóvember síðastliðinn og sýnir geimskotið utan úr geimnum.

Gerst var staddur í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) í rúmlega fjögur hundruð kílómetra hæð þegar myndbandið var tekið og sést þegar flaugin tekur á loft og brýst í gegnum lofthjúpinn.

Sjón er sögu ríkari og má sjá myndbandið hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.