Innlent

Snjór yfir öllu á höfuð­borgar­svæðinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þessi mynd var tekin í borginni í nótt af fyrsta snjó vetrarins.
Þessi mynd var tekin í borginni í nótt af fyrsta snjó vetrarins.

Snjór er nú yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að snjórinn sé þó ekki mikill; föl liggi yfir öllu en snjórinn stoppar stutt við þar sem það hvessir í nótt og hlánar.

Þrátt fyrir að ekki sé kannski allt á kafi ættu ökumenn engu að síður að taka tillit til aðstæðna og gefa sér til dæmis tíma í morgunsárið til að skafa rúðurnar á bílnum.

Veðurhorfur á landinu:

Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 og víða él í nótt, en lægir og birtir til í dag. Austan 5-10 og stöku skúrir eða él syðst í kvöld, en hvessir í nótt og á morgun, víða 15-23 seinnipartinn og enn hvassari á stöku stað. Frost víða 0 til 5 stig í dag, en sums staðar frostlaust við ströndina. Hiti 1 til 8 stig seint á morgun, en sums staðar vægt frost N-lands.

Á þriðjudag:
Gengur í norðaustan 15-23 m/s þegar líður á daginn, hvassast syðst. Rigning sunnantil, en slydda eða snjókoma fyrir norðan og austan. Lengst af þurrt V-til. Hlýnar í veðri og hiti 0 til 6 stig um kvöldið.

Á miðvikudag:
Norðaustan 13-20 m/s og slydda NV-til, en annars austan 8-15 og rigning með köflum. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast SA-lands.

Á fimmtudag og föstudag:
Fremur hlý austanátt með vætu um mest allt land.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.