Lífið

Iceland Airwaves hafin: Sóley spilaði fyrir heimilisfólkið á Grund

Atli Ísleifsson skrifar
Tónlistarkonan Sóley spilaði fyrir heimilisfólkið á Grund.
Tónlistarkonan Sóley spilaði fyrir heimilisfólkið á Grund. vísir/vilhelm

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett í dag þegar tónlistarkonan Sóley hélt tónleika á hjúkrunarheimilinu Grund upp úr klukkan 10 í morgun. 

Hefð hefur skapast fyrir því að setja hátíðina á Grund, en á síðasta ári var það Ásgeir Trausti sem var fyrstur til að stíga á stokk á hátíðinni.

Guðni Th. Jóhannesson forseti hélt ræðu fyrir heimilisfólkið og Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, greip í gítarinn. Þá hélt Ísleifur Þórhallsson, framkvæmastjóri Senu Live, ræðu.

Iceland Airwaves fer fram í tuttugasta skipti í ár og stendur hún yfir fram á laugardag.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar, var á svæðinu og fangaði stemninguna á mynd, en heimilisfólkið virtist skemmta sér vel. 

Guðni Th. Jóhannesson forseti ræðir við heimilisfólkið. Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Pétur Þorsteinsson. Vísir/Vilhelm
Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live. Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.