Handbolti

Fram, Grótta og Víkingur áfram í bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Magnús Öder skellti í níu mörk í kvöld.
Magnús Öder skellti í níu mörk í kvöld. vísir/daníel

Fram og Grótta eru komin áfram í 16-liða úrslit Coca-Cola bikarsins í handbolta eftir sigra á Akureyri og Stjörnnunni í kvöld er hluti 32-liða úrslitanna fóru fram.

Í Safamýrinni mættust Fram og Akureyri en staðan í hálflek var jöfn, 11-11. Í síðari hálfleik voru heimamenn sterkari og unnu að lokum fimm marka sigur, 23-18.

Valdimar Sigurðsson var markahæstur hjá Fram með níu mörk og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson gerði sjö. Hjá gestunum var Hafþór Vignisson með fimm mörk og þeir Gunnar Johnsen og Leonid Mykhailiutenko fjögur.

Grótta vann afar góðan sigur á Stjörnunni, 28-22, er liðin mættust á Seltjarnanesi í kvöld. Grótta leiddi í hálfleik, 13-11, en keyrði svo yfir gestina í síðari hálfleik.

Magnús Öder Einarsson og Sveinn Jose Rivera voru magnaðir í liði Gróttu en þeir skoruðu níu mörk hvor. Aron Dagur Pálsson gerði níu mörk fyrir Stjörnuna sem er úr leik.

Víkingur er einnig komið áfram eftir átta marka sigur á Hvíta-Riddaranum, 27-19, eftir að staðan var 16-11 í hálfleik.

Arnar Gauti Grettisson var atkvæðagestur Víkings með átta mörk en í liði heimamanna var Elvar Magnússon með fjögur mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.