Fótbolti

Mourinho: Fallegir Ítalir móðguðu mig í 90 mínútur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho ræðir við Bonucci í leikslok.
Mourinho ræðir við Bonucci í leikslok. vísir/getty

„Fallegir Ítalar móðguðu mig í 90 mínútur,“ sagði Jose Mourinho í samtali við BT Sport í kvöld eftir magnaðan sigur Manchester United gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Viðbrögð Mourinho í leikslok vöktu mikla athygli en eftir leikinn labbaði Mourinho rösklega inn á völlinn og blakaði út eyrunum í átt að stuðningsmönnum Juventus.

„Ég móðgaði þá ekki. Ég gerði bara litla hluti. Ég veit að meðlimir Inter-fjölskyldunnar eru ánægðir með sigur okkar hérna í kvöld.“

„Ég ber þó virðingu fyrir Juventus. Ég ber virðingu fyrir leikmönnunum, stjóranum og þeim gæðum sem þeir hafa. Ég er mjög ánægður með strákana því frammistaðan var góð.“

Sigurinn var afar mikilvægur fyrir United sem er nú í afar góðri stöðu í riðlinum. Vinni þeir Young Boys í næstu umferð og Valencia tapar stigum eru þeir komnir í 16-liða úrslitin.
Tengdar fréttir

Ótrúleg endurkoma United gegn Juventus

Manchester United vann afar öflugan endurkomusigur gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eftir að hafa lent 1-0 undir kom United til baka og hafði betur 2-1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.