Sport

Hafnaði 36 milljarða króna samningi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bryce Harper.
Bryce Harper. Vísir/Getty

Það eru svo sannarlega miklir peningar í bandaríska hafnarboltanum en það eru þó ekki allir sem segja já við risasamningnum. Bryce Harper er gott dæmi um það.

Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að hafnarboltamaðurinn Bryce Harper hafi hafnað 300 milljón dollara samningstilboði frá Washington Nationals á síðasta tímabili.

Samningur Bryce Harper og Washington Nationals rann út eftir þetta tímabil og forráðamenn Nationals vildu endilega festa hann og koma í veg fyrir að hann kæmist út á markaðinn.

Nationals buðu Bryce Harper því um 300 milljón dollara, 36,2 milljarða íslenskra króna, fyrir tíu ára samning. Harper sagði nei og ætlar að sjá hvað annað er í boði.Samingurinn hefði verið sá næsthæsti í sögunni en Bryce Harper hélt upp á 26 ára afmælið sitt í síðasta mánuði. Harper er frábær leikmaður og mun örugglega fá fullt af tilboðum en hvort hann fái annað svona risatilboð á eftir að koma í ljós.

Washington Nationals vill áfram semja við Bryce Harper en hefur tekið risasamninginn af borðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.