Tónlist

Júníus semur við stórt erlent plötufyrirtæki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Platan átti að koma út á morgun en hefur verið frestað til 25. janúar.
Platan átti að koma út á morgun en hefur verið frestað til 25. janúar. mynd/sigga ella
Júníus Meyvant hefur samið við bandaríska útgáfufyrirtækið Glassnote um útgáfu á nýju plötunni sinni Across The Borders á nokkrum af þeirra sterkustu markaðssvæðum.

Íslenska plötufyrirtækið Record Records mun áfram gefa út í Evrópu. Platan átti að koma út á morgun en hefur verið frestað til 25. janúar á næsta ári vegna samningsins við Glassnote.

Júníus gefur á morgun út nýtt lag sem ber nafnið Let It Pass.

Glassnote er afar virkt útgáfufyrirtæki en þeir eru hvað þekktastir fyrir uppgötva Mumford & Sons, Phoenix, Childish Gambino o.fl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×