Innlent

Hringsólaði til þess að losa eldsneyti fyrir lendingu

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Flug GLEX kemur inn til lendingar á Keflavíkurflugvallar
Flug GLEX kemur inn til lendingar á Keflavíkurflugvallar Skjáskot af Flightradar24.com

Flugmenn Bombardier Global 6000 flugvélar óskuðu eftir að fá að lenda öryggislendingu á Keflavíkurflugvelli og var viðbúnaður á vellinum í samræmi við það. Þetta staðfesti Guðjón Helgason, upplýsingafulltrú Isavia rétt í þessu.

Flugvélin sem er í einkaeigu, var á leið frá Dublin og vestur um haf, þegar flugmenn urðu varir við bilun og óskuðu eftir að fá að lenda í Keflavík. Um borð voru fimm manns.

Áður en lent var hringsóluðu flugmennirnir rétt utan við Reykjanes til þess að losa eldsneyti.

Vélin lenti svo á Keflavíkurflugvelli nú skömmu eftir klukkan sex heilu og höldnu og var viðbúnaður afturkallaður. 

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er grunur um að bilun hafi komið upp í vökvastýrikerfi í öðrum hreyfli vélarinnar. Flugvirkjar munu fara yfir vélina áður en hún heldur áfram vestur um haf.

Hér má sjá hvernig samskonar vél er útbúin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.