Innlent

Hringsólaði til þess að losa eldsneyti fyrir lendingu

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Flug GLEX kemur inn til lendingar á Keflavíkurflugvallar
Flug GLEX kemur inn til lendingar á Keflavíkurflugvallar Skjáskot af Flightradar24.com
Flugmenn Bombardier Global 6000 flugvélar óskuðu eftir að fá að lenda öryggislendingu á Keflavíkurflugvelli og var viðbúnaður á vellinum í samræmi við það. Þetta staðfesti Guðjón Helgason, upplýsingafulltrú Isavia rétt í þessu.

Flugvélin sem er í einkaeigu, var á leið frá Dublin og vestur um haf, þegar flugmenn urðu varir við bilun og óskuðu eftir að fá að lenda í Keflavík. Um borð voru fimm manns.

Áður en lent var hringsóluðu flugmennirnir rétt utan við Reykjanes til þess að losa eldsneyti.

Vélin lenti svo á Keflavíkurflugvelli nú skömmu eftir klukkan sex heilu og höldnu og var viðbúnaður afturkallaður. 

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er grunur um að bilun hafi komið upp í vökvastýrikerfi í öðrum hreyfli vélarinnar. Flugvirkjar munu fara yfir vélina áður en hún heldur áfram vestur um haf.

Hér má sjá hvernig samskonar vél er útbúin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×