Enski boltinn

Welbeck borinn af velli og óttast um alvarleg meiðsl

Anton Ingi Leifsson skrifar
Welbeck gæti verið illa meiddur.
Welbeck gæti verið illa meiddur. vísir/getty

Danny Welbeck, framherji Arsenal, var borinn af velli í leik liðsins gegn Sporting frá Portúgal í Evrópudeildinni í kvöld.

Eftir fyrirgjöf Stephan Lichtsteiner féll Welbeck til jarðar inn í teig Sporting eftir einungis 25. mínútur en hann er sagður hafa meiðst á hægri fæti.

Þeir leikmenn sem komu nærri atvikinu gripu um andlit sér svo meiðslin eru líklega alvarleg hjá enska framherjanum.

Á þriðjudaginn var Welbeck valinn í enska landsliðið sem mætir Bandaríkjunum og Króatíu í Þjóðadeildinni síðar í mánuðinum en óvíst er hvort Welbeck geti tekið þátt í þeim leikjum.

Mesut Özil var ekki í hópi Arsenal í kvöld og hann var fljótur til að óska samherja sínum góðs bata.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.