Sport

Líklega síðasti bardaginn í fluguvigtinni hjá UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Johnson og Cejudo eftir þeirra bardaga.
Johnson og Cejudo eftir þeirra bardaga. vísir/getty

Það bendir allt til þess að UFC ætli að leggja niður fluguvigtina hjá sér en lokabardaginn í flokknum verður væntanlega þann 26. janúar.

Þá ætlar TJ Dillashaw að fara niður um einn flokk og berjast við fluguvigtarmeistarann Henry Cejudo. Dillashaw hefur lengi beðið eftir tækifærinu til þess að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum.

Lengi vel stóð til að hann myndi berjast gegn Demetrious Johnson en af því varð aldrei og sá möguleiki flaug út um gluggann er Johnson tapaði gegn Cejudo. Svo fór hann yfir til ONE Championship.

Johnson var yfirburðamaður í fluguvigtinni í áraraðir en áhuginn á honum og þyngdarflokknum var aldrei mikill. UFC hefur ekki staðfest dauða fluguvigtarinnar en flestir MMA-blaðamenn í Bandaríkjunum segja að það sé aðeins tímaspursmál hvenær andlátstilkynningin verði gefin út.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.