Innlent

Allir sáu rautt á Háaleitisbraut

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bílar á leið úr Ármúla út á gatnamótin, á rauðu ljósi.
Bílar á leið úr Ármúla út á gatnamótin, á rauðu ljósi. Vísir/Sunna Kristín

Umferðarljós á gatnamótum Háleitisbrautar, Ármúla og Safamýri virka ekki sem skyldi þessa stundina. Rautt ljós blasir við öllum bílum og aldrei kemur grænt. Fyrir vikið eru bílar farnir að aka yfir á rauðu úr öllum áttum.

Töluverður umferðarþungi er á umræddum gatnamótum en lögreglu hefur verið gert viðvart.

Uppfært klukkan 12:35
Ljósin sýna nú bæði grænt, rautt og gult á gatnamótunum. Hinrik H. Friðbertsson, hjá umferðarljósadeild Reykjavíkurborgar, segir að villa hafi komið upp í hugbúnaði sem olli því að í eina aksturátt hefðu ljósin verið föst í rauðu.

Brugðist hafi verið strax við eftir að ábending barst um bilun. Var búnaðurinn endurræstur á staðnum og hefur umferð gengið eðlilega síðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.