Viðskipti innlent

Hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar aukið um 90 milljónir króna

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Sigurður G. Guðjónsson, eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar.
Sigurður G. Guðjónsson, eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar. Fréttablaðið/GVA

Hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar, rekstrarfélags DV, var aukið um 90 milljónir króna fyrr í mánuðinum og nemur nú alls 120,5 milljónum króna.

„Þetta er eitthvað sem var alltaf stefnt að. Að það þurfti að auka hlutafé og lækka skuldirnar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar, í samtali við Markaðinn. Aðspurður segir hann félagið áfram vera í sinni eigu í gegnum eignarhaldsfélagið Dalsdal.

Þetta er í annað sinn á árinu sem hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar er aukið en Viðskiptablaðið greindi frá fyrri hlutafjáraukningunni, þegar 30 milljónir króna voru lagðar í félagið, í febrúar síðastliðnum.

Frjáls fjölmiðlun hóf sem kunnugt er rekstur í september í fyrra þegar félagið keypti fjölmiðla Pressusamstæðunnar, til að mynda DV, Pressuna, Eyjuna, Bleikt og 433.is. Samkvæmt ársreikningi félagsins nam tap þess 43,6 milljónum króna á þeim fjórum mánuðum sem það var starfandi á síðasta ári.

Í lok ársins átti félagið eignir upp á tæpar 529 milljónir króna, þar af óefnislegar eignir að virði 470 milljónir króna, en skuldirnar voru á sama tíma 542 milljónir króna. Stærsta skuldin er við eigandann, Dalsdal, upp á 425 milljónir króna sem á samkvæmt ársreikningnum að greiðast til baka á næstu fjórum árum, 85 milljónir króna á ári. Eigið fé Frjálsrar fjölmiðlunar var því neikvætt um ríflega 13 milljónir króna í lok síðasta árs.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.