Icardi hetjan í uppbótartíma í Mílanóslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Icardi í baráttunni í kvöld.
Icardi í baráttunni í kvöld. Vísir/Getty

Mauro Icardi reyndist hetjan er Inter hafði betur gegn AC Milan í Mílanóslagnum á San Siro í kvöld en sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Leikið var á San Siro en þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann og átt fleiri skot að marki AC Milan reyndist Inter erfitt að skora.

Það var svo í uppbótartíma er sigurmarkið kom. Frábær fyrirgjöf frá Matias Vecino rataði beint á kollinn á Icardi sem brást ekki bogalistinn. Rosaleg dramatík.

Inter er því í þriðja sæti deildarinnar með nítján stig en Milan er með tólf stig í tólfta sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.