Innlent

Sólveig Anna tók á sig 300 þúsund króna launalækkun

Jakob Bjarnar skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Að sögn félaga í Eflingu verður nú allt kapp lagt á að minnka launabilið sem að þeirra sögn hefur breikkað óheyrilega á undanförnum árum.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Að sögn félaga í Eflingu verður nú allt kapp lagt á að minnka launabilið sem að þeirra sögn hefur breikkað óheyrilega á undanförnum árum. Vísir/Vilhelm

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur tekið á sig 300 þúsund króna launalækkun. Hún fer úr 1,170 þúsund krónum í 870 þúsund krónur.

Sólveig Anna staðfestir þetta í stuttu samtali við Vísi. Er þetta það sem koma skal í kjarasamningum í vetur: Ef atvinnurekendur fallast ekki á launahækkanir, þá skuli þeir gera svo vel sjálfir að taka á sig launalækkanir?

„Já, kannski. Ég bara gat ekki með góðri samvisku fengið laun sem eru margföld á við lágmarkslaun,“ segir Sólveig Anna segir þetta snúast um trúverðugleika.

Það var Kolbrún Valvesdóttir, sem situr í stjórn Eflingar, sem vakti fyrst athygli á þessu nú í vikunni. Hún segir að þarna nú sé tónn sleginn í aðdraganda samningagerðar, vilji félagsmanna um að minnka launabilið sem aukist hefur ár frá ári.

„Nú hefur formaður okkar Eflingarfólks, Sólveig Anna Jónsdóttir, farið á undan með góðu fordæmi og lækkað eigin laun um 300.000 krónur, þótt ekki séu nema örfáir mánuðir síðan hún tók við formannsembætti. Nú vildi ég sjá þá sem helst og mest tala um stöðugleika og lágu launin í sömu setningu, fylgja hennar fordæmi og lækka sín laun í réttu hlutfalli.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.