Innlent

Sunnlensk sveitarfélög vilja stöðva skipulagðar ferðir einkafyrirtækja

Sveinn Arnarsson skrifar
Sveitarfélögin eru sökuð um ofbeldi í garð fyrirtækjanna.
Sveitarfélögin eru sökuð um ofbeldi í garð fyrirtækjanna. Vísir/Ernir

Félag hópferðaleyfishafa telur Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) beita ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurlandi ofbeldi. Sveitarfélögin hafa krafið Samgöngustofu um að svipta nokkur hópferðafyrirtæki almennu rekstrarleyfi. Fyrirtækin aka með ferðamenn í útsýnisferðir í Þórsmörk og Landmannalaugar.

SASS byggja kæru sína á því að Vegagerðin geti veitt tilteknum opinberum aðilum, í þessu tilfelli landshlutasamtökum sveitarfélaga, einkarétt á að skipuleggja og sjá um reglubundna farþegaflutninga á tilteknum svæðum. Þar sem þessar ferðir séu skipulagðar telja SASS að um sé að ræða brot á einkarétti.

Óskar Félag hópferðaleyfishafa eftir því að ráðherra samgöngumála stöðvi þessa vegferð SASS. „Um er að ræða fyrirtæki sem sinna mikilvægu þjóðfélagslegu hlutverki við að afla gjaldeyris og skapa um leið atvinnu fyrir fjölda manns við ferðaþjónustu á Suðurlandi,“ segir í bréfi til ráðherra. „Ekki er við umrædd fyrirtæki að sakast vegna slaks gengis Strætó bs. á Suðurlandi og rekstrarvandi þeirra áætlunarflutninga verður ekki leystur með ofbeldi í garð ferðaþjónustufyrirtækja.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.