Körfubolti

Danero má ekki spila með landsliðinu gegn Portúgal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Danero Thomas spilaði með ÍR á síðasta tímabili. Hann er nú kominn á Sauðárkrók og mun spila með bikarmeisturum Tindastóls í vetur.
Danero Thomas spilaði með ÍR á síðasta tímabili. Hann er nú kominn á Sauðárkrók og mun spila með bikarmeisturum Tindastóls í vetur. Vísir/Bára

Danero Thomas getur ekki spilað með íslenska landsliðinu í körfubolta í forkeppni EuroBasket 2021 um helgina vegna klúðurs í pappírsmálum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Thomas fékk íslenskan ríkisborgararétt í sumar og spilaði sína fyrstu landsleiki í vináttuleikjum við Noreg í byrjun mánaðarins.

Hann er fæddur í Bandaríkjunum en flutti til Íslands fyrir sex árum og er giftur fyrrum landsliðskonunni Fanney Lind Thomas. Mistök yfirvalda í fæðingarbæ hans, New Orleans, gera það að verkum að hann má ekki spila með íslenska landsliðinu eins og er.

Persónuupplýsingar hans glötuðust í fellibylnum Katrínu árið 2005 og hann þurfti að sækja um ný skjöl. Vegna mistaka í umsókninni var skráður rangur fæðingardagur á nýju skjölin. Það þarf að lagfæra svo hann megi spila keppnisleik fyrir Ísland.

Ísland mætir Portúgal ytra í forkeppni EuroBasket 2021 um helgina og er ljóst að Danero verður ekki löglegur í þann leik. Hann gæti verið orðinn gjaldgengur fyrir heimaleik gegn Belgum í lok nóvember.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.