Lífið

Ellen kom pari sem hafði misst allt á óvart

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nú eiga þau efni á því að endurbyggja heimili sitt.
Nú eiga þau efni á því að endurbyggja heimili sitt.

Slökkviliðsmaðurinn Eric Johnson var einn af fyrstu viðbragðsaðilum sem mættu á svæðið þegar skógareldur kom upp í Yosemite í Kaliforníu á dögunum og þegar leið á náði eldurinn inn í heimabæ Johnson Redding.

Í kjölfarið missti hann og kærastan hans Hope heimilið sitt og allar eigur. Bandaríski þáttastjórnandinn Ellen ákvað á dögunum að koma Johnson á óvart í þætti sínum en undanfarnar vikur hafa vinir og vandamenn safnað fé til stuðnings þeirra tveggja.

Mörg þúsund heimili skemmdust í eldsvoðanum og eitt þeirra var heimili parsins. Húsið þeirra gjöreyðilagðist og  ná tryggingarnar aðeins yfir hluta af tjóninu.

Vinir þeirra hafa nú þegar safnað rúmlega 1,2 milljónum króna en Ellen ákvað að fara með þá tölu upp í fimm milljónir króna sem er rúmlega það sem upp á vantaði.

Viðbrögð parsins voru eðlilega mikil eins og sjá má hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.