Viðskipti innlent

Toyota innkallar 329 bíla á Íslandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Prius er meðal þeirra bíltegunda sem Toyota hefur ákveðið að innkalla.
Prius er meðal þeirra bíltegunda sem Toyota hefur ákveðið að innkalla. Vísir/Anton

Toyota á Íslandi þarf að innkalla 329 bifreiðar af tegundunum Prius, Prius Plug-in og C-HR Hybrid sem framleiddar voru á árabilinu 2015 til 2018. Um er að ræða 14 Prius Plug-in bifreiðar, 39 Prius bifreiðar og 276 C-HR bifreiðar.

Á vef Neytendastofu segir að ástæða innköllunarinnar sé að bifreiðarnar sem um ræðir hafa vélarrafkerfi sem er tengt við stjórntölvu, en hlíf er við rafkerfið þar sem það tengist inn á tölvunar.

„Vegna misræmis við samsetningu getur rafkerfið lagst upp að hlífinni. Ef ryk eða aðrar agnir hafa safnast saman milli hlífarinnar og rafkerfisins getur titringur frá vélinni valdið því að agnirnar nudda sig gegnum kápuna á rafkerfinu og inn að vírum sem þar eru. Ef kápan á vírunum skemmist getur orðið skammhlaup milli tveggja víra og við það myndast hiti. Ef nægur hiti myndast við skammhlaupið er aukin eldhætta,“ segir á vef Neytendastofu.

Innköllunin mun felast í því að umrætt rafkerfi verður skoðað og verður skipt um það, ef þurfa þykir. Viðgerðin er eigendum að kostnaðarlausu og tekur allt frá 20 mínútum til 4.7 klukkustunda. Eigendum umræddra bifreiða verður gert viðvart bréfleiðis.

„Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.