Viðskipti innlent

Hætta að rukka í göngin 28. september

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Margir kannast við þessa stöðu.
Margir kannast við þessa stöðu. Vísir/Jói

Spölur stefnir að því að afhenda Vegagerðinni Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar sunnudaginn 30. september 2018. Innheimtu veggjalds yrði þá hætt föstudaginn 28. september.

Fram kemur í tilkynningu á vef Spalar að stjórn félagsins hafi tilkynnt hluthöfum þessa ákvörðun sína. Jafnframt er þó tekið fram að „tímasetningin sé kynnt að þeim forsendum gefnum að Ríkisskattstjóri fallist á tiltekna meðferð á skattalegri afskrift ganganna og í öðru lagi að Samgöngustofa skili fyrirvaralausri úttekt á göngunum í aðdraganda eigendaskiptanna.“

Spölur segist ætla á næstu mánuðum að gera upp við viðskiptavini sína. Til að mynda að taka við veglyklum gegn 3.000 króna skilagjaldi, taka við og endurgreiða ónotaða afsláttarmiða og greiða út inneignir á áskriftarreikningum notenda veglykla.

Viðskiptavinir hafa frest til 30. nóvember til að skila veglyklum og afsláttarmiðum. Áskriftarsamningar Spalar eru liðlega 20 þúsund og yfir 53 þúsund veglyklar eru í umferð.

„Í ljósi þess að uppgjörsmálin skipta tugum þúsunda áskilur Spölur sér lengri frest en 30 daga til að afgreiða þau öll. Starfsfólk á skrifstofu félagsins vinnur að uppgjöri og frágangi til loka ársins og sumir fram á nýtt ár.

Spölur sendir ekki lengur út reikninga til viðskiptavina sinna vegna áskriftarferða. Þeir sem hafa nýtt alla inneignir sínar á áskriftarreikningum fá reikning í október fyrir ferðum sínum í september,“ segir á vef Spalar.


Tengdar fréttir

Hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.