Enski boltinn

Shaw farinn heim til Manchester

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikurinn var stöðvaður í þó nokkurn tíma á meðan hugað var að Shaw
Leikurinn var stöðvaður í þó nokkurn tíma á meðan hugað var að Shaw Vísir/Getty

Luke Shaw hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins og er farinn aftur til Manchester eftir höfuðmeiðsli í leik Englands og Spánar á laugardag.

Shaw var borinn af velli á laugardaginn eftir að hafa fengið heilahristing eftir samstuð við Dani Carvajal í leiknum á Wembley.

Varnarmaðurinn mætti á æfingasvæði landsliðsins St George's Park í dag í skoðun og var síðan hleypt heim til Manchester þar sem ekkert kom upp í læknisskoðuninni.

Shaw verður því ekki á meðal leikmanna sem Gareth Southgate getur valið um fyrir vináttulandsleik gegn Sviss á morgun.

Shaw byrjaði tímabilið frábærlega fyrir Manchester United og lagði upp eina mark Englands í leiknum á laugardaginn áður en hann meiddist. Bakvörðurinn hefur verið mjög óheppinn með meiðsli á ferlinum og óttuðust stuðningsmenn United það versta þegar hann var borinn út af um helgina.

Höfuðmeiðslin virðast þó ekki hafa verið alvarleg og má búast við Shaw í liði United seinna í mánuðinum. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.