Bíó og sjónvarp

Lafðin sviptir hulunni af tökum á Downton Abbey-kvikmyndinni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Michelle Dockery leikur eina aðalpersónu þáttanna, lafði Mary Crawley.
Michelle Dockery leikur eina aðalpersónu þáttanna, lafði Mary Crawley. Vísir/Getty

Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. Þessu greindi leikkonan Michelle Dockery frá á Instagram-reikningi sínum í dag en hún fer með hlutverk lafði Mary Crawley, einnar af aðalpersónum þáttanna – og kvikmyndarinnar nýju.

„Og við erum byrjuð!“ skrifaði Dockery við myndina, sem virðist sýna hana í gervi lafðinnar.

 
 
 
View this post on Instagram
And...we’re off @downtonabbey_official
A post shared by Michelle Dockery (@theladydockers) on

Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að sýningum á samnefndri þáttaröð var hætt árið 2015. Um miðjan júlí síðastliðinn var staðfest að framleiðsla á myndinni hæfist í sumar, og nú virðast tökur einnig hafnar. Frumsýningardagur hefur þó ekki enn verið staðfestur.

Í Downton Abbey-kvikmyndinni verður áfram fylgst með Crawley-fjölskyldunni og starfsliði hennar þó að söguþráðurinn sé enn á huldu. Áðurnefnd Dockery, Maggie Smith og Hugh Bonneville munu öll snúa aftur í hlutverkum lafði Mary, ættmóðurinnar Violet og húsbóndans Roberts. Leikstjórinn Michael Engler leikstýrir myndinni og Julian Fellowes skrifar handritið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.