Lífið

Með fimm dýrategundir á spena

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar

Einstakt samband hefur myndast á milli Síberíutígurs, ljónsunga, hýenu- og Golden Retriever hvolpa en móðir þeirra síðastnefndu er með öll dýrin á spena í dýragarði í Peking.

Dýragarðsverðir í dýralífsgarðinum í Peking í Kína brugðu á það ráð að færa tvo Síberíutígra, einn hvítan tígur, tvær hýenur og ljón í búr með Golden Retriever tík og tveimur hvolpum sem enn eru á spena.

Mæður kattardýranna og hýenanna neituðu að taka við þeim en það gerði hundurinn hinsvegar með glöðu geði. Ekki er óalgengt að mismunandi dýr séu sett í sama búr eða að kattardýr fæði kattardýr af annarri tegund. Það er hins vegar fáheyrt að fimm dýrategundir þrífist svo vel í sama rými.

Kettirnir og hvolparnir eru tveggja mánaða gamlir en þeir verða aðskildir við þriggja mánaða aldur. Sýni þeir hins vegar af sér afburða góða hegðun getur farið svo að þeir munu fá að vaxa úr grasi saman.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.