Lífið

Nicki Minaj svarar fyrir sig og segir Cardi B vera „ógeðslegt svín“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nicki Minaj og Cardi B virðast ekki vera miklar vinkonur
Nicki Minaj og Cardi B virðast ekki vera miklar vinkonur Vísir/Getty

Söngkonurnar Nicki Minaj og Cardi B virðist ekki hafa grafið stríðsöxina ef marka má ummæli sem Minaj lét falla í útvarpsþætti sínum fyrr í dag. Fór hún afar hörðum orðum um kollega sinn og sagði hana meðal annars vera „ógeðslegt svín“.

Stöllurnar tvær hafa eldað saman grátt silfur um nokkra hríð en upp úr sauð um helgina þegar þær voru staddar á tískuvikunni í New York. Gaf Cardi sig á tal við Minaj og sakaði Cardi hana um að hafa dreyft lygum um sig.

Myndbandsupptökur af atvikinu hafa farið víða á samfélagsmiðlum þar sem Cardi sést reyna að nálgast Minaj og segja: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur,“ en Cardi eignaðist dótturina Kulture með rapparanum Offset í júlí síðastliðnum. Cardi tjáði sig um atburðinn á Instagram þar sme hún fór hörðum orðum um Minaj, án þess þó að nefna hana á nafn.

Sagði Cardi bera ábyrgð á árásum á konur

Minaj opnaði sig um deilurnar í útvarpsþætti hennar sem ber nafnið Queen. Þar þvertók hún fyrir að hafa sagt eitthvað um dóttur Cardi og sagði að slíkt myndi hún aldrei gera því að hún væri ekki „trúður“.

Sagði hún að skammaðist sín mjög fyrir að hafa verið þátttakandi í orðaskiptunum á tískuvikunni en bætti við að hún gæti ekki tjáð sig mikið um hvað gerðist af lagalegum ástæðum, sem þykir benda til þess að Minaj muni fara í mál við Cardi.

Þá sakaði hún Cardi um að standa fyrir árásum á konum vegna meintra tengsla þeirra við eiginmann hennar, Offset.

„Þú lætur berja konur vegna þess hvað maðurinn þinn er að gera. Af hverju ertu svona reið, elskan? Þessar konur eru grátandi og hræddar um að yfirgefa heimili sín vegna þín,“ sagði Minaj.

Nánar má lesa um ummæli Minaj á vef Vulture og Pitchfork.


Tengdar fréttir

Nicki ætlar ekki að kæra Cardi B

Nicki Minaj ætlar ekki að kæra Cardi B fyrir atvik sem átti sér stað á Harper's Bazaar viðburði á tískuvikunni í New York.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.