Handbolti

„Draumur síðan í æsku“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigþór Gunnar tryggði KA sigur.
Sigþór Gunnar tryggði KA sigur. Heimasíða KA

Skyttan unga, Sigþór Gunnar Jónsson, reyndist hetjan í Akureyrarslagnum í Olís-deild karla í kvöld þegar KA lagði Akureyri Handboltafélag að velli með minnsta mun, 28-27.

Þegar rúm mínúta lifði leiks tóku KA-menn leikhlé og lögðu á ráðin fyrir lokasókn sína í leiknum. Hún endaði með því að Sigþór braut sér leið í gegnum vörn Akureyrar og skoraði framhjá Marius Aleksejev í marki Akureyrar. Hann hikaði hvergi og var eðlilega í sigurvímu í leikslok.

„Það er ekki til betri tilfinning. Stútfullt hús og þetta er bara draumur síðan í æsku.“

„Maður er í þessu til þess (að taka lokaskotið). Það þýðir ekkert að hika við það," segir Sigþór.

KA-menn höfðu frumkvæðið framan af en um miðbik síðari hálfleiks komst Akureyri á bragðið og náði forystunni á lokamínútunum en Sigþór kveðst ekki hafa verið orðinn smeykur.

„Nei það fór ekkert um okkur því við KA-menn gefumst aldrei upp,“ segir Sgiþór.

Flestir sérfræðingar spá KA-manni falli úr deildinni en Sigþór hefur engar áhyggjur af því.

„Ég tel að við getum gert góða hluti. Þetta er ógeðslega spennandi og við munum gefa okkur alla í þetta. Það er ekki hægt að biðja um meira en það,“ sagði Sigþór að endingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.