Erlent

Bashir sparkar öllum ráðherrum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Omar al-Bashir forseti Súdans.
Omar al-Bashir forseti Súdans. Vísir/AFP

Omar al-Bashir forseti Súdans leysti í gær upp ríkisstjórn sína og sparkaði öllum ráðherrum sínum úr embætti. Hann tilkynnti jafnframt um að ráðuneytum yrði fækkað úr 31 í 21.

Að sögn Bashirs eru aðgerðirnar nauðsynlegar til þess að leysa úr efnahagslegum erfiðleikum sem Súdanar stríða nú við en súdanska hagkerfið stendur afar illa. Fjöldamótmæli hafa verið tíð frá því í byrjun árs þegar brauðverð tvöfaldaðist eftir að ríkisstjórnin hætti að niðurgreiða brauð. Gjaldmiðillinn var einnig felldur.

Í umfjöllun BBC um málið í gær kom fram að greinendur teldu erfiðleikanna eiga rætur sínar í aðskilnaði Suður-Súdans. Þegar Suður-Súdan fékk sjálfstæði árið 2011 hafi þrír fjórðu hlutar olíuauðlinda Súdans farið til nýja ríkisins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.