Enski boltinn

Shaw ekki með gegn Watford

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Shaw hefur byrjað feikivel á tímabilinu
Shaw hefur byrjað feikivel á tímabilinu Vísir/Getty
Luke Shaw verður ekki með Manchester United í leiknum gegn Watford á laugardaginn. Shaw þarf að sitja hjá í sjö daga vegna heilahristings sem hann fékk í leik með enska landsliðinu um helgina.

Shaw var borinn af velli í leik Englands og Spánar eftir samstuð við Dani Carvajal. Hann fór í skoðun hjá læknum landsliðsins í gær og þar sem þeir sáu ekkert athugavert var hann sendur heim til Manchester.

Bakvörðurinn hefur verið einn besti leikmaður Manchester United á tímabilinu en Jose Mourinho mun ekki geta nýtt sér krafta hans gegn Watford, liði sem er með fullt hús eftir fjórar umferðir, þar sem búið er að koma upp reglu sem bannar leikmönnum að spila í sjö daga eftir að hafa fengið heilahristing.

Shaw rotaðist á vellinum en komst aftur til meðvitundar stuttu seinna og gat haft samband við vini sína og fjölskyldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×