Erlent

Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar Hong Kong mótmæltu ástandinu í Xinjiang á dögunum.
Íbúar Hong Kong mótmæltu ástandinu í Xinjiang á dögunum. Vísir/EPA

Yfirvöld Kína segja Michelle Bachelet, nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, að virða fullveldi Kínverja. Það sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína í kjölfar þess að Bachelet kallaði eftir því að óháðum rannsakendum yrðu leyft að kanna ásakanir gegn Kínverjum um umfangsmikil mannréttindabrot á úígúra-minnihlutahópnum í vesturhluta Kína.

Kínverjar hafa verið sakaðir um að halda allt að milljón manna gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang-héraði.

Sjá einnig: Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar

Kínverjar hafa mótmælt ásökunum um mannréttindabrot á úígúrum og segja múslima og úígúra njóta fullra réttinda en öfgamenn þurfi að sæta endurmenntun og vera fluttir um set.

Átök og óeirðir stinga reglulega upp kollinum í Xinjiang-héraði og þeim fylgja iðulega hörð viðbrögð stjórnvalda í Peking. Úígúrar eru um 45 prósent íbúa Xinjiang-héraðs, sem er tæknilega skilgreint sem „sjálfstjórnarsvæði“ innan Kína. Það er Tíbet einnig.
 


Tengdar fréttir

Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi

Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.