Erlent

Misheppnaður ræningi missti byssuna og svo buxurnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn hefur enn ekki fundist.
Maðurinn hefur enn ekki fundist.

Maður sem reyndi að ræna rafrettuverslun í Aurora í Bandaríkjunum í síðustu viku misheppnaðist ætlunarverk sitt á einstaklega klaufalegan hátt. Þegar hann gekk upp að afgreiðsluborðinu tók hann skammbyssu úr buxnastreng sínum og missti hana nánast samstundis yfir afgreiðsluborðið.

Starfsmaður verslunarinnar tók byssuna upp þegar ræninginn misheppnaði var að reyna að hoppa yfir borðið og ná byssunni. Þá tók hann til þess ráðs að hlaupa á brott en missti buxurnar niður um sig.

Honum tókst þó að flýja af vettvangi.

Í samtali við Denver Post segir eigandi verslunarinnar að hann vilji ekki draga úr alvarleika atviksins en það sé erfitt. Því ræninginn eigi svo sannarlega heima í flokki „heimskustu glæpamanna heimsins“.

„Hann þarf að finna sér annan starfsferil,“ sagði Chris Burgess.

Eftir á kom í ljós að um loftbyssu var að ræða. Maðurinn hefur enn ekki fundist.
 

zcenter>

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.