Erlent

Arnpáfinn sem hlaut teiknimyndafrægð útdauður í náttúrunni

Kjartan Kjartansson skrifar
Spix-arnpáfi í dýragarði í Singapúr í fyrra.
Spix-arnpáfi í dýragarði í Singapúr í fyrra. Vísir/EPA

Skógareyðing af völdum manna er meginorsök þess að Spix-arnpáfinn er nú útdauður í náttúru Brasilíu, samkvæmt nýrri skýrslu fuglaverndunarsamtakanna Birdlife International. Spix-arnpáfi var í aðalhlutverki í teiknimyndinni „Ríó“ sem fjallaði um ferðalag fugls til að bjarga tegundinni.

Að sögn CNN-fréttastöðvarinnar er Spix-arnpáfinn einn af átta fuglategundum sem staðfest er að séu útdauðar eða taldar vera það í skýrslunni. Helmingur þeirra er í Brasilíu.

Þau nýmæli er að finna í skýrslunni að útrýming fuglategunda á sér nú stað hraðar á meginlöndum jarðar en á eyjum þar sem hún hefur verið mest undanfarnar aldir. Meginástæðan er búsvæðatap og eyðing vegna ósjálfbærs landbúnaðar og skógarhöggs manna.

Enn eru 60-80 Spix-arnpáfar eftir í haldi manna. Síðasti villti fuglinn af tegundinni sást í náttúrunni árið 2000.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.