Lífið

Tuttugu stjörnur sem voru saman í skóla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Matt Damon og Ben Affleck eru sennilega frægasta dæmið um mikla vináttu alveg frá skólagöngu þeirra. Þeir voru saman í skóla í Massachusetts í Cambridge Rindge og Latin School.
Matt Damon og Ben Affleck eru sennilega frægasta dæmið um mikla vináttu alveg frá skólagöngu þeirra. Þeir voru saman í skóla í Massachusetts í Cambridge Rindge og Latin School.

Það er alltaf ákveðið ferli að verða heimsfræg stjarna og geta ákveðin smáatriði skipt sköpun í því ferli.

Til að mynda getur það skipt máli í hvaða skóla einstaklingurinn gekk og hvaða sambönd hann myndaði á ævinni.

Skólagangan getur það haft mikil áhrif og hefur breska vefsíðan The Mirror tekur saman tíu dæmi um stórstjörnur sem gengu í sama skóla og voru miklir vinir á skólagöngu sinni.

Hér að neðan má sjá umrædda samantekt:

Naomi Watts og Nicole Kidman voru saman í North Syndey Girls High í Ástralíu og urðu þær mjög nánar vinkonur. vísir/getty
Kirsten Dunst og Rami Malek voru saman í menntaskóla í Kaliforníu og tóku nokkra leiklistarkúrsa saman. Þau eru í dag miklir vinir. vísir/getty
Morena Baccarin og Claire Danes sem fara báðar með hlutverk í þáttunum vinsælu Homeland voru saman í grunnskóla í New York. Eftir skólagönguna fóru þær í sitthvora áttina en vináttan tók sig aftur upp þegar þær byrjuðu að leika saman í Homeland. vísir/getty
Söngkonurnar Adele og Jessie J voru saman í The BRIT School og útskrifuðust þær árið 2006 en með þeim var einnig Leona Lewis.
Liv Tyler og Kate Hudson voru bestu vinkonur í Crossroads High School í Santa Monica í Kaliforníu. Zooey Deschanel, úr The New Girl, var einnig með þeim í skólanum á sama tíma og það sama má segja um Simon Helberg úr The Big Bang Theory. vísir/getty
Gwyneth Paltrow og Maya Rudolph voru einnig saman í Crossroads School á níunda áratuginum. vísir/getty
Cameron Diaz og rapparinn Snoop Dogg voru saman í Long Beach Polytechnic High School í Kaliforníu. vísir/getty

Ansel Elgort og Timothée Chalamet fóru saman í LaGuardia High School í New York og voru í sama körfuboltaliði. 

Eddie Redmayne og William prins voru saman í Eton skólanum og einnig í sama Rugby liðinu. vísir/getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.