Fótbolti

Hannes: Megum ekki sökkva okkur í volæði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir að leikurinn gegn Belgum í kvöld verði stórt próf fyrir íslenska liðið eftir hörmungarnar í Sviss um síðustu helgi.

„Það er ekki hægt að neita því að svona skellur gerir það að verkum að sjálfstraustið fær svolítið högg. Við megum samt ekki gleyma því að við erum búnir að standa okkur vel í sex ár hér heima,“ segir Hannes Þór ákveðinn.

„Þetta var áfall og það þarf að vinna sig út úr því. Við megum ekki sökkva okkur í volæði og láta þetta hafa varanleg áhrif á sjálfstraustið. Það er okkar verkefni núna. Besta sem við getum gert er að rífa okkur upp og eiga góðan leik á móti Belgum. Þá er hægt að líta á leikinn í Sviss sem einangrað atvik og slys.“

Sumir knattspyrnuáhugamenn óttast að partíið í kringum karlalandsliðið sé búið eftir tapið gegn Sviss. Hannes er þó ekki á því.

„Ég sé enga ástæðu til þess. Við þurfum samt að sýna það í verki. Þetta er sama lið og hefur náð árangri og við erum enn hungraðir í að ná árangri. Stórmótin hafa verið ótrúleg lífsreynsla og við erum í góðum séns að komast aftur á stórmót,“ segir Hannes.

„Við erum mættir til að ná árangri og ég sé enga ástæðu til þess að partíið sé búið. Við viljum meira.

Leikur Íslands og Belgíu í kvöld hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu á Vísi. Upphitun fyrir leikinn í sjóvnvarpinu hefst klukkan 17.45.


Tengdar fréttir

Hamrén: Kolbeinn hefur verið að bæta sig á hverri æfingu

Erik Hamrén landsliðsþjálfari útilokar ekki að nota Kolbein Sigþórsson í leiknum gegn Belgíu í kvöld. Hann talaði um fyrir leikina tvo í Þjóðadeildinni að nota Kolbein í fimmtán til tuttugu mínútur en framherjinn kom ekkert við sögu í slátruninni í Sviss.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.