Innlent

Fleiri karlar án fram­halds­skóla­menntunar hér en víða á Vestur­löndum

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar

Hlutfall karla án framhaldskólamenntunar á Íslandi er með því hæsta sem þekkist á Vesturlöndunum. Munur á hlutfalli kvenna og karla í menntakerfinu er óvíða jafnmikill eins og á Íslandi.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu OECD um menntatölfræði ársins 2018 sem birt var á vef Menntamálaráðuneytisins í morgun. Samkvæmt skýrslunni er staða karla einungis verri á Ítalíu, Spáni og Portúgal af löndum Evrópu sem eiga aðild að OECD.

Á Íslandi hafa 24 prósent karla á aldrinum 25 til 34 ára ekki lokið námi eftir grunnskóla en hlutfallið er 15 prósent fyrir konur. Munur á milli kynjanna er óvíða jafn mikill og á Íslandi eða 9 prósentustig. Hlutfall karla án framhaldsskólamenntunar hefur þó farið minnkandi en árið 2007 var hlutfall karla án framhaldsskólamenntunar í aldursflokknum 25 til 34 ára 31 prósent og hefur lækkað um 7 prósent á einum áratug.

Fjölmargar aðrar ályktanir eru dregnar í skýrsluni þar kemur meðal annars fram að félagslegur bakgrunnur fólks hefur meiri áhrif á menntun þeirra eftir því sem líður á skólagönguna og starfsævina. Borgarar af erlendum uppruna eru þá líklegri til að hverfa frá námi og eiga erfiðara uppdráttar í atvinnulífinu. Þá hefur búseta meiri áhrif eftir því sem ofar dregur í skólastiganum og verulegur og viðvarandi kynjahalli er í kennarastétt. Einnig kemur þar fram að þrátt fyrir aukningu í opinberum útgjöldum þá leggst talsverður hluti útgjalda á leikskólastigi og háskólastigi á heimilin í landinu.

Samantekt úr skýrslunni um íslensk menntamál má finna hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.