Körfubolti

Spurði hvort hann mætti vera með á æfingu og fékk samning

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
mynd/keflavík

Keflavík hefur samið við hinn litháenska Mantas Mockevicius um að spila með liðinu í Domino's deild karla í vetur. Mockevicius bankaði upp á í íþróttahúsinu og spurði hvort hann mætti vera með.

Keflvíkingar sendu frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem greint var frá komu nýs erlends leikmanns. Kynningin var þó ekki alveg hefðbundin því í henni var ansi skemmtileg saga.

„Hann mætti galvaskur í íþróttahúsið við Sunnubraut og spurði hvort hann gæti ekki fengið að vera með á æfingu, sem hann fékk. Það fór ekki á milli mála að drengurinn kunni körfubolta svo penninn var rifinn á loft og gerður var við hann samningur,“ sagði í tilkynningunni.

Mockevicius er fæddur árið 1993 og verður hann með Keflvíkingum í Pétursmótinu, æfingarmóti sem hefst á morgun.

Keflavík datt út í 8-liða úrslitum í fyrra. Þeir hefja nýtt keppnistímabil með grannaslag við Njarðvík í Ljónagryfjunni 5. október.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.