Lífið

Stórkostlegt lofttrommusóló stal senunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Öflugur stuðningsmaður Ravens í NFL-deildinni.
Öflugur stuðningsmaður Ravens í NFL-deildinni.

Einn grjótharður stuðningsmaður Baltimore Ravens stal heldur betur senunni uppi í stúku á leik Ravens og Buffalo Bills í NFL-deildinni.

Ravens vann leikinn mjög örugglega 47-3 og var umræddur maður eðlilega mjög sáttur við úrslitin.

Kappinn var myndaður uppi í stúku að taka rosalegt lofttrommusóló við lagið Tom Sawyer með sveitinni Rush.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum og má sjá það hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.