Fótbolti

Gruna eina stærstu HM-stjörnu Rússa í sumar um að ólöglega lyfjanotkun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Rússinn Denis Cheryshev sló í gegn á HM í fótbolta í Rússlandi og var einn aðalmaðurinn á bak við það að rússneska landsliðið komst öllum að óvörum alla leið í átta liða úrslit keppninnar og sló meðal annars úr Spánverja á leið sinni þangað.

Nú er spænska lyfjaeftirlitið á eftir honum en menn þar á bæ gruna Denis Cheryshev um ólöglega lyfjanotkun.

„Við höfum hafið rannsókn í samstarfi við rússneska lyfjaeftirlitið og höfum ennfremur verið í sambandi við Alþjóðalyfjaeftirlitið WADA,“ segir í tilkynningu frá Spánverjunum.Denis Cheryshev er 27 ára gamall og spilar með spænska úrvalsdeildarfélaginu Valencia. Leikmaðurinn sjálfur heldur fram sakleysi sínu.

„Ég hef ekki brotið neinar reglur. Ég er hreinn. Sannleikurinn kemur fljótlega í ljós,“ sagði Denis Cheryshev við blaðamenn eftir 5-1 sigur Rússa á Tékkum.

„Það er mjög óheppilegt þegar svona er skrifað um mann en ég hef engar áhyggjur. Það er skylda mín að spila fyrir landsliðið og félagasliðið og hjálpa þeim að ná góðum úrslitum,“ sagði Denis Cheryshev.

Faðir Denis Cheryshev missti það út úr sér á síðasta ári að Denis Cheryshev hafi mögulega fengið hormóna hjá Valencia en Denis Cheryshev sjálfur segir að um misskilning hafi verið að ræða.

Denis Cheryshev kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik í opnunarleik HM og skoraði tvisvar í 5-0 sigri á Sádí Arabíu. Hann skoraði einnig á móti Egyptalandi og Króatíu. Þetta voru fjögur fyrstu mörk hans fyrir landsliðið en hann hafði ekki skorað á fyrstu fjórum árum sínum með landsliðinu.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.