Handbolti

Nýtt tímabil en sama gamla góða Hætt'essu

Olísdeild karla er farin af stað á nýju og með henni Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport. Þrátt fyrir að það sé komið nýtt tímabil eru sömu gömlu mistökin alltaf að poppa upp kollinum.

Tómas Þór Þórðarson og félagar fóru af stað á fullu í gærkvöld þegar þeir gerðu upp fyrstu umferðina. Þrátt fyrir að það hafi bara verið leiknir fjórir leikir var nóg af klaufalegum mistökum á ferðinni í leikjunum.

Þrátt fyrir ýmsar nýjungar í Seinni bylgjunni var Hætt'essu að sjálfsögðu á sínum stað og var hægt að skemmta sér vel yfir klippu gærkvöldsins.

Hana má sjá hér í spilaranum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.