Fótbolti

Þrjár mannabreytingar og annað leikkerfi gegn Belgíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil á æfingu með landsliðinu.
Emil á æfingu með landsliðinu. vísir/ernir

KSÍ hefur gefið út hvaða ellefu leikmenn byrja leikinn gegn Belgíum í Þjóðadeildinni en spilað verður á Laugardalsvellinum í kvöld. Flautað verður til leiks 18.45.

Ísland tapaði stórt gegn Sviss á laugardaginn og gerir þjálfarateymið þrjár breytingar á liðinu. Einnig breyta þeir um leikkerfi og fara úr 4-4-2 í 4-5-1.

Rúrik Gíslason, Björn Bergmann Sigurðarson og Guðlaugur Victor Pálsson fara á bekkinn en inn koma Hörður Björgvin Magnússon, Emil Hallfreðsson og Rúnar Már Sigurjónsson.

Liðið má sjá hér að neðan.

Ísland (4-5-1):
Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Miðverðir: Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason

Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon

Miðjumenn: Birkir Bjarnason, Emil Hallfreðsson og Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði

Hægri kantmaður: Rúnar Már Sigurjónsson

Vinstri kantmaður: Ari Freyr Skúlason

Framherji: Jón Daði BöðvarssonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.