Innlent

Málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka

Sunna Sæmundsdóttir skrifar

„Þetta er málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka sem vilja stefna í sitt hvora áttina," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar um nýtt fjárlagafrumvarp og bætir við að fátt komi þar á óvart. „Það eru þó auðvitað jákvæðir hlutir þarna inni. Það er tekið undir tillögur Samfylkingarinnar um að hækka barnabtæur, þó það sé of lítið. Þá er tryggingargjaldið lækkað, sem er gott fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki."
Hann telur skorta alla framtíðarsýn.

„Það birtist til dæmis í því að það er verið að lækka húsnæðisstuðning. Sjúkrahúsin fá kannski helminginn af því sem þau þyrftu og háskólarnir fá helminginn af því sem þeim var lofað. Vaxtabæturnar eru einhver sjónhverfing og talnaleikfimi og við erum að fá tveimur milljörðum minna út úr fjármangstekjum. Þá er verið að lækka veiðigjöld um þrjá milljarða sýnist mér," segir Logi.
Hann hefði viljað sjá frekari breytingar á skattkerfinu.

„Verja meðaltekjur í landinu og lágar tekjur og afla tekna hjá þeim sem virkilega eru færir. Leggja grunninn að samfélagi þar sem fólk býr við fjárhagslegt öryggi."

Hann segir Samfylkinguna ætla leggja fram pakka um aðgerðir í húsnæðismálum á næstunni. „Við stefnum á stórsókn þar og síðan verðum við með mál sem lítur að almennri umgjörð og velferð barna. Þá ætlum við að leggja fram tillögu um löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um fatlaða," segir Logi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.