Innlent

Neituðu sök í gagnaversmáli

Sunna Karen Sigþórsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa
Byggingin í Borgarnesi þar sem brotist var inn um nótt í eitt húsbilið til að stela tölvum úr gagnaveri.
Byggingin í Borgarnesi þar sem brotist var inn um nótt í eitt húsbilið til að stela tölvum úr gagnaveri. Vísir/Ernir

Sakborningarnir sjö í svokölluðu gagnaversmáli neituðu allir sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi síðasta vetur. Í innbrotunum var tölvubúnaði fyrir 42,5 milljónir króna stolið en tjónið af völdum brotanna er metið á 78 milljónir króna, segir í ákærunni.

Tveir sakborninganna hafa verið í farbanni undanfarna mánuði, en annar þeirra var leystur úr farbanninu við þingfestinguna. Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni, verður áfram í farbanni.

Verjendur fjögurra sakborninga fóru fram á frest til að skila greinargerð í málinu. Dómari heimilaði frestinn og verður fyrirtaka þann 4. október næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.