Innlent

Óku fram á slasaða konu í vegkantinum við Sólheimasand

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Vísir/Vilhelm

Vegfarendur óku fram á konu sem lá í vegkantinum við Suðurlandsveg hjá Sólheimasandi, skammt frá bílastæðum þar sem gengið er niður að flugvélaflakinu fyrr í kvöld. 

Konan er erlendur ferðamaður reyndist slösuð á fæti en hún var á hjóli og er talið er að flutningabifreið hafa rekist utan í hana eða að vindgustur sem kom þegar honum var ekið fram úr henni hafi orðið til þess að hún fór útaf veginum, féll af hjólinu og slasaðist.

Sjúkraflutninga- og lögreglumenn frá Vík fengu tilkynningu um slysið um korter fyrir níu í kvöld og fóru þegar á vettvang. Konan var með meðvitund þegar að var komið en lögregla lokaði Suðurlandsvegi um skamma stund á meðan sjúkraflutningamenn hlúðu að henni en hún var svo flutt á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi til nánari skoðunar. 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.