Sport

Fyrrum UFC-meistari dæmdur í tveggja ára keppnisbann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Werdum er búinn að vera.
Werdum er búinn að vera. vísir/getty

Brasilíumaðurinn Fabricio Werdum er líklega búinn að berjast í síðasta sinn hjá UFC eftir að hafa fallið á lyfjaprófi og verið dæmdur í tveggja ára bann.

Sterar fundust í sýni Werdum sem tekið var í apríl. Werdum er orðinn 41 árs gamall og ólíklegt að hann snúi til baka þegar hann verður orðinn 43 ára.

Hann átti að berjast á bardagakvöldi í Moskvu um næstu helgi en af því verður augljóslega ekki. Nýsjálendingurinn Mark Hunt mun leysa hann af hólmi.

Bestu ár Werdum hjá UFC voru frá 2012 til 2015. Þá vann hann sex bardaga í röð og varð þungavigtarmeistari hjá bardagasambandinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.