Erlent

Ísland meðal ríkja sem stöðvuðu stofnun griðarsvæðis hvala í S-Atlantshafi

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Þegar eru til griðarsvæði hvala í Indlandshafi og við Suðurskautslandið.
Þegar eru til griðarsvæði hvala í Indlandshafi og við Suðurskautslandið. Vísir/AP

Ísland er á meðal 25 ríkja sem komu í veg fyrir samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um stofnun griðarsvæðis fyrir hvali í Suður-Atlantshafi en fundur ráðsins stendur yfir í Brasilíu.

Edson Duarte, Umhverfisráðherra Brasilíu, hefur lýst yfir vonbrigðum með niðurstöðuna en Brasilía lagði tillöguna fram. „Við munum reyna að vinna á öðrum vettvangi Alþjóðahvalveiðiráðsins til að tryggja að griðarsvæðið verði endanlega að veruleika,“ segir Duarte í samtali við breska ríkisútvarpið.

39 ríki studdu tillöguna en 25 kusu gegn. Tillagan féll þar sem tvo þriðju hluta þarf til að samþykkja tillögur í alþjóðahvalveiðiráðinu. Ísland gegn tillögunni ásamt ríkjum á borð við Japan, Rússland og Noreg.

Þetta er í annað sinn sem tillaga af þessum toga er felld í Alþjóðahvalveiðiráðinu en fyrri tillagan var felld á fundi ráðsins árið 2012. Þegar eru til tvö griðarsvæði í heiminum sem eru samþykkt af alþjóðahvalveiðiráðinu, þau eru í Indlandshafi og í kring um Suðurskautslandið.

Fulltrúar Japans hafa þá lagt til að banni við hvalveiðum í atvinnuskyni sem komið var á árið 1986 verði aflétt. Sú tillaga verður rædd síðar í vikunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.