Lífið

Ógleymanleg innkoma í eigið brúðkaup

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg uppákoma.
Skemmtileg uppákoma.

Stephanie Payne gifti sig á dögunum í Texas og hefur innkoma hennar í eigið brúðkaup gengið eins og eldur í sinu um netheima.

Eftir athöfnina sjálfa langaði Payne að vekja athygli brúðkaupsgesta með eftirminnilegri innkomu sem hún svo sannarlega gerði.

Hún kom brúðgumanum og öllum gestum á óvart með því að ganga inn í salinn léttklætt og tók svakaleg dansspor og þar á meðal twerka-aði hún inn í salinn. 

Vefsíðan Daily Mail greinir frá þessu og er þar hægt að sjá myndband af atvikinu, sem einnig má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.